Yfirvöld í borginni að nýðast á Laugardalnum

Þetta er tekið af www.laugardalur.is afar athyglisverð lesning sem sýnir hvert borgaryfirvöld stefna með valdnýðslu og hroka.

 

"Þrátt fyrir að mælingar sýni hvað eftir annað að svifryk er oft yfir hættumörkum á Langholtsvegi er haldið áfram með skipulagningu grænna svæða í hverfinu. Í Sogamýri (Suðurlandsbraut 58-64) var aðalskipulagi breytt nýlega þannig áður opið svæði til sérstakra nota var skilgreint sem miðsvæði. Íbúasamtök Laugardals sendu inn athugasemd sem borgaryfirvöld virtu ekki svars og nú hefur verið ákveðið að auka nýtingarhlutfallið á reitnum skv. nýrri deiliskipulagstillögu. Þarna verður enn meiri umferð en áður og verður maður að spyrja sig hvort borgaryfirvöldum sé sjálfrátt í að auka mengnina kringum leikskóla og skóla, eða á bara að dreifa rykgrímum til barnanna?

Sama saga er um Langholtsskóla, þar fyrir neðan á að þrengja enn að Laugardalnum með byggingu tveggja fjölbýlishúsa og bæta við bílaumferð í kringum skólann, en þau þurfa að fara yfir 10 þúsund bíla götur á hverjum degi. Vísast er löngu kominn tími til að þau fái rykgrímur og aftur verður að spyrja: Er þetta ásetningur borgaryfirvalda að auka mengunina í kringum þá staði sem börn íbúanna þurfa að vera úti við leik?

Þegar borgaryfirvöld vita um menginuna sem fyrir er og bæta við hana purkunarlaust er ekki hægt að túlka það öðruvísi en ásetning. Þess í stað ættu þau að vera löngu byrjuð að vinna markvisst að því að draga úr umferðinni í íbúðahverfum".

GK


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Má ég benda þér á að maður níðist á.... með einföldu í

Ísdrottningin, 7.3.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband