Hvað eigum við að borga mikið

Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig hvað við skattborgarar eigum að borga mikið fyrir þessa endemis vitleysu allasaman.  Meðan að það vantar peninga í reksturinn hjá fjölmörgum ríkisstofnunum, dópsalar og handrukkarar virðast fá að starfa óáreittir, fólk þarf að búa á götunni vegna þess að ríkið eða sveitafélögin virðast ekki hafa efni á að sjá þeim fyrir húsnæði, þá er verið að eiða mörghundruð milljónum í þessa endalausu sápuóperu.  Stundum verða menn bara að bíta í það súra og viðurkenna að þeir hafa rangt fyrir sér.  Ég er farinn að versla helmingi meira í Bónus en ég þarf til að sýna þeim feðgum samstöðu.
mbl.is Jón Ásgeir millilendir í yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður, heldurðu að Baugsfeðgarnir séu fjársulta? Það er bara heimska að "styrkja" einhverja mestu auðmenn landsins. Ekki eins og þeir séu að styrkja þig eða neinn annan. Bónus er ekki keyrt á tapi - þetta er bara viðskiptahugmynd sem gengur upp - þetta fyrirtæki er ekki góðgerðastarfsemi Baugsfeðga eða annarra.

bg (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband