Færsluflokkur: Bloggar

Hagur Hafnarfjarðar fer hamförum.

Það er greinilegt að hræðsla er kominn í forsvarsmenn álversins þar sem allar klær eru úti þessa dagana við að afla stækkun fylgis.

Hér inni á blogginu eru farnar að birtast færslur frá að því er virðist starfsmönnum álversins sem eru því sem næst eins, og nokkuð ljóst að búið er að leggja mönnum línurnar með málflutning.

Það er allavegana brostið á með bullandi hræðsluáróðri og einskis svifist.  Fyrst ekki var hægt að tala Hafnfirðinga til með góðu þá er skrattinn málaður á alla veggi og látið líta út sem svo að ef álverið fari þá líði Hafnarfjörður undir lok og ekkert verði eftir sem byggjandi er á.

Við megum án nokkurs vafa eiga von á ennþá háværari málflutningi þeirra Hags manna og kvenna fram að kosningum.


mbl.is Athugasemdir gerðar við málflutning Hags í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju öll þessi nagladekk?

Maður hlýtur að spyrja sig hvað allir þessir bílar eru að gera á nagladekkjum.  Hér á höfuðborgarsvæðinu og í nærsveitum er allar götur saltaðar og það eru í mesta lagi í húsagötum þar sem hálka nær að myndast, þar er hinsvegar hámarkshraði 30 km/klst. svo varla er þörf á nagladekkjum þar.

Öll þessi svifriksmengun skrifast á okkur borgarbúa sjálfa, við búum hana til með ónauðsynlegri nagladekkjanotkun sem fyrir utan mengun í andrúmsloftinu skapar hávaðamengun og býr til fleiri vandamál en hún leysir.

Kostnaðurinn við þess vitleysu alla leggst á heilbrigðiskerfið, borgina og okkur sjálf sem þurfum að anda að okkur allri þessari mengun og borga umfelgun amk. tvisvar á ári.


mbl.is Búist við mikilli svifryksmengun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður

Það er nú ekki eins og álverinu verði lokað í næstu viku eða þarnæstu.  Þó að stækkun álversins verði ekki samþykkt í kosningunum þá eru samt þónokkur ár í að því verði lokað, ef því verður þá lokað.

Málflutningurinn í kringum þetta allt minnir talsvert á hræðsluáróður þar sem einungis er talað um hvernig hlutirnir verða ef allt er látið fara á versta veg.

Á þeim mörgu árum sem líða þangað til álverinu yrði lokað ynnist nægur tími fyrir mótvægisaðgerðir.  Fyrirtæki sem þjónusta álverið gætu leitað á önnur mið með þjónustu sína, hluti þeirra sem vinna hjá álverinu núna fara á eftirlaun á tímabilinu fram að lokun og þeir sem eftir verða ættu ekki að lenda í miklum vandræðum með að finna sér vinnu þar sem ekki er útlit fyrir mikinn samdrátt í atvinnulífinu, hér á höfuðborgarsvæðinu a.m.k.

Svo þurfum við ekki nema að hugsa okkur alla mengunina sem fullstækkað álver í Straumsvík myndi spúa úr sér, ég sem höfuðborgarbúi hlýt að frábiðja mér mengun sem nemur öllum bílaflotanum hér á suðvestur horninu, nóg er nú samt.


mbl.is Hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesalings maðurinn

Ef hann hefði vitað það þrítugur, að hann ætti eftir að lifa rúmlega mannsaldur í viðbót án kynlífs(með öðrum en sjálfum sér) ætli hann hefði þá hlakkað mikið til.  Þetta hljóta að vera upplýsingar sem feministar þessa lands ættu að geta nýtt sér á einhvern hátt. 

Ég segi nú bara aumingja karlgarmurinn, hann á samúð mína alla.


mbl.is Langlífur vegna skírlífis?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG að missa sig í góðum fyrirheitum.

Allt lítur þetta vel út á prenti en hvernig á að fjármagna og framkvæma þetta alltsaman.

VG hlýtur að ætla að stórhækka skatta ef öll sú þjónusta er gerð skattfrjáls sem þarna er nefnd. 

Hvar á að stórbæta samgöngur?  Á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landsbyggðinni?  Af hverju er hvergi minnst á að gera almenninssamgöngum hærra undir höfði?

Hvernig á að styrkja byggðir landsins? Á að færa ríkisstofnanir út á land?  Gera ráðstafanir til að halda kvótanum sem mest á landsbyggðinni?  Á að auka styrki til landbúnaðar?  Er ekki eina leiðin til að styrkja byggðir landsins að setja þar niður stóryðju og virkja þar sem allra mest?

Hvernig á að láta Jafnréttisstofu hafa stórauknar heimildir til að skerast í leikinn þar sem jafnrétti virðist ekki vera í hávegum haft, hvernig á að meðhöndla vinnustaði þar sem annað kynið er í meirihluta?  Á að skilda bílaverkstæði til að ráða fleiri konur eða leikskóla til að ráða fleiri karlmenn? 

 Á að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja burtséð frá því hvort þær eru hæfar til starfsins eða ekki jafnvel þó karlmenn hjá sama fyrirtæki séu hæfari til starfsins?

Þarna eru nokkrir góðir punktar en þeim er gersamlega drekkt í fyrirheitaflaumi sem er algjörlega úr sambandi við raunveruleikann.

 

 


mbl.is VG vill veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hefur Heimdallur rétt fyrir sér

Þetta er nákvæmlega rétt hjá þeim, móðursýkin og flumbrugangurinn í kringum þetta alltsaman hefur örugglega orðið okkur til meira tjóns en hitt.

þarna voru allir teknir og setttir undir sama hatt sem þrælahaldarar og barnanýðingar.  Þetta sýnir hinsvegar hvað nokkrir öfgafullir feministar geta komið af stað mikilli múgsefjun með því að hafa nógu hátt. 

Með þessum hamagangi öllum eru feministar búnir að setja sig á sama stall og ýmsir öfgatrúarhópar þar sem glymur hæst í tómri tunnu og athyglisþörfin er skynseminni yfirsterkari.

 

 

 


mbl.is Heimdallur hvetur stjórnvöld til að hafa í heiðri hefðir réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar afurðir að gera það gott

Hér höfum við ljóslifandi dæmi um það hvers megnugt íslenskt hráefni er.  Íslanskar landbúnaðarafurðir sem hafa átt undir högg að sækja að undanförnu eru þarna virkilega að koma sterkar inn og sýna það og sanna hverslags gæðaframleiðsla þarna er á ferðinni.
mbl.is Kai Kallio fór með sigur af hólmi í matreiðslukeppni Food and Fun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feministar hvar eruð þið núna?

Það er alltaf jafn gott að sjá að þeð eru ekki bara Islam sem er aftarlega á merinni þegar kemur að nútímalegum skoðunum og mannréttindum.  Kaþólska virðist ennþá vera það nátttröll sem hún hefur alltaf verið, á móti getnaðarvörnum og fóstureyðingum auk margs annars.

 Það væri nú verðugt verkefni fyrir feminista þessa lands nú þegar ekki er hægt að rífast yfir klámráðstefnunni lengur að snúa sér að kaþólsku kirkjunni með sínum afturhalds kvenfjandsamlegu skoðunum svo ekki sé nú talað um alla þá kaþólsku presta sem hafa snúið sér að ungum drengjum til að drepa tímann í öllu kvennmannsleysinu.

 Hvað ætli margir Kaþólskir prestar hafi komið hingað til lands sem hafa verið sakaðir um kynferðislega misnotkun en kirkjan komið þeim til varnar svo réttlætið næði ekki til þeirra. Feministar hvar eruð þið núna.


mbl.is Páfi hvetur kaþólikka til að berjast gegn fóstureyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nóg komið

Er ekki hræsnin farin að ná heldur langt ef við förum að skipta okkur af því hvort sýndar eru erótískar myndir á lokuðum rásum inni á hótelum. 

 Á Hótel Sögu er til dæmis selt áfengi og margur maðurinn hefur nú farið flatt á því, ætti þá Hótel Saga ekki líka að loka barnum og hafa bara óáfenga drykki á minibörunum inni á herbergjunum þar sem ekkert eftirlit er haft með því hvort börn eða fullorðnir eru að fá sér eithvað annað en Trópí. 

Við skulum svo ekki einusinni nefna spilakassana sem hafa haft aleiguna af fjölda manns.

Ég held að pólitísk rétthugsun sé að breytast í móðursýki.


mbl.is Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamönnum rétt lýst

Þetta er dæmigert fyrir Bandaríkjamenn sem vaða áfram og þykjast vera öllum fremri og betri.  Þarna er verið að fjalla um mál sem er þeim ekki þóknanlegt svo þeir láta einfaldlega ekki sjá sig.

Kínverjarnir og Rússar koma nú kannski ekki á óvart en það er með þetta eins og svo margt annað hjá Bandaríkjamönnum þeir gætu misst spón úr aski sínum ef þeir þyrftu sjálfir að hætta að selja og nota  klasasprengjur, rétt eins og jarðsprengjurnar, alltaf þegar á að reyna að banna jarðsprengjur  þá hentar það ekki BNA svo þær eru notaðar áfram og verða tugþúsundum almennra borgara að bana á hverju ári.  Segi það og stafa það, hræsnarar.


mbl.is Ráðstefna um bann við klasasprengjum hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband