Færsluflokkur: Bloggar

McDonalds rót alls ills???

Kalli Bretaprins er kannski aðeins að einfalda málið of mikið en hins vegar veltir maður oft fyrir sér af hverju ekki er reynt að hafa holla matvöru ódýrari  heldur en hún er í dag og ná frekar peningnum inn með því að hækka örlítið verð á sælgæti og "óhollum" skyndibita.

Af hverju er ekki hafður meiri verðmunur á gosi og ávaxtasöfum til dæmis.  Það er vissulega óþarfi að loka McDonalds en það er hægt að gera fjölmargt í staðinn. sem virkar mun betur.


mbl.is Karl Bretaprins mælir með að McDonalds-staðir verði bannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá væmni

Mér datt í hug af því nú er komin  háttatími  hve mörg ykkar þarna úti sem eigið börn eyðið tíma með krökkunum á kvöldin.  Þá meiri tíma heldur en bara að horfa á sjónvarpið með þeim, lesið til dæmis, segið sögu, syngið eða spjallið í nokkrar mínútur eftir að komið er upp í rúm.

Þetta er einhver mest afslappandi stund dagsins, að liggja upp í rúmi og hlusta á hvernig dagurinn á leikskólanum var, dramatískar lýsingar á atvikum í sandkassanum eða því þegar enginn nennti að leika nema ósýnilegi vinurinn sem skýtur alltaf upp kollinum þegar engir aðrir eru nálægt.

Mikið rosalega fer fólk mikils á mis sem hefur ekki tíma fyrir börnin sín á kvöldin.

 


Sparisjóðurinn að gera það gott

Þetta væri nú eithvað fyrir hina fjölþjóðlegu viðskiptabanka með heimilsfang á Íslandi að skoða.  Þarna höfum við skýrt dæmi um hvað er framkvæmanlegt þegar gróðinn að starfsemi líkri þessari er látinn renna til baka til fólksins.

Hvað ætli Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir tími að sjá af morgum krónum til baka út í samfélagið með þessum hætti?  Mér reiknast til að þær séu ekki alveg jafn stór hluti af gróðanum og hjá Sparisjóði Svarfdæla.

 


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hósta og hnerradagur

 Hafa borgaryfirvöld einhver ráð við til að bregðast við þegar þessum 23 dögum er náð?  Það virðist ekki vera.  Ráðaleysið hjá borgaryfirvöldum er algert. 

Eyþór Arnalds var sð skrifa á bloggið hjá sér að aukin notkun Strætó væri engin lausn þar sem stórir bílar menga meira en litlir.  Sem getur vel verið, en er ekki líka verið að tala um að minnka umferðarþungann í heild hvað vilja Sjálfstæðismenn þá gera? 

 Af hverju má ekki lækka verð á grófum ónegldum vetrarhjólbörðum svo fólk spari á því að aka ekki á nöglum?  Af hverju má ekki vera frítt í Strætó þegar útlit er fyrir mengunartoppa?  Af hverju er ekki gert meira í því að þrífa göturnar þegar aðstæður leyfa?

Borgaryfirvöld standa algerlega ráþrota þegar kemur að því að minnka mengun í borginni.  Einhverjum snillingnum (sjálfstæðismanni) datt í hug að HÆKKA verð á nagladekkjum til að fá fólk til að keyra frekar á ónegldu.

P.S. Ég geri mér ljóst að að í borgarstjórn er lítill deyjandi flokkur sem mig minnar að heiti Framsóknarflokkurinn......eða eithvað svoleiðis. Ég bið þennan eina mann sem Framsókn kom í borgarstjórn afsökunar á því að ég nennti ekki alltaf að nefna hann um leið og Sjálfstæðisflokkinn mér finnst bara ekki taka því.

 


mbl.is Dregið hefur úr svifryksmengun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaperri á öruggum stað

Bandaríkjamenn verða aldrei þekktir fyrir einhverjar smáskammtalækningar en einhvernvegin geri ég mér ekki grein fyrir því hvernig maðurinn á að afplána seinni hlutan af dómnum, hann verður væntanlega dauður síðustu 160 til 170 árin af dómnum en Bandaríkjamenn eru nú ekki að hengja sig á einhverjar tæknileg smáatriði.

Hins vegar erum við hér á Íslandi á hinum enda málsins.  Hér eru "lífstíðardómar" 16 ár sem þíðir það að alveg sama er hvað einstaklingurinn gerir af sér hann er aldrei dæmdur til lengri vistar en 16 ár.

Hann situr inni í 2/3 af þeim tíma og sleppur þá út á reynslulausn.  Er ekki spurning um hvort við þurfum að lengja þann tíma.  Morðingjar sem hafa framið ótrúleg grimmdarverk þurfa ekki að sitja lengur í fangelsi en 12 ár í allra mesta lagi og yfirleitt ekki svo lengi. 

 Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessi 12 ár hafi einhverju breytt hjá mönnum sem hafa sýnt það og sannað að þeim er ekki treystandi til að ganga lausum.

Væri ekki framkvæmanlegt að fyrir allra grófustu brotin þá gæti maður að minnsta kosti vitað af þessum mönnum bak við lás og slá í að minnsta kosti 20 til 30 ár, í staðinn fyrir 10 til 12.

Ég bara spyr.

 


mbl.is 200 ára fangelsisdómur vegna barnakláms stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær Snilld

Það verður ekki skafið af Kínverjum að þeir hafa ráð við öllu nema ráðaleysinu.  Þegar menn virðast yfirleytt frekar vera ráðnir til að beita ofbeldi eins og þekkist hérna megin á hnettinum þá ræður þessi snjalli Kínverji konu til að verða fyrir ofbeldinu.

Minnir mig á frétt þar sem ég sá að Kínverjar geta farið á staði með sérstökum brúðum sem þeir mega lemja og ýminda sér að brúðan sé yfirmaður þeirra.

Við hér á Vesturlöndum gætum örugglega lært ýmislegt af þessum snjöllu andfættlingum okkar.

 


mbl.is Hjákonustaðgengill óskast til að þola barsmíðar eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar I. Birgisson að sýna sitt rétta andlit

Gunnar I. Birgisson hefur nú verið þekktur fyrir allt annað en eðlileg samskipti þegar kemur að því að þurfa að ná sínu fram. 

 Maðurinn er og hefur alltaf verið frekjuhundur nú er hann í klemmu þar sem hann samdi af sér við Garðabæ og þarf að redda málunum hvað sem það kostar svo hann þurfi ekki að fara að kaupa vatn af OR og endurselja það Garðbæingum á lægra verði.

Hann er einfaldlega að reyna að krafsa sig upp úr þeim skítahaug sem hann kom sér sjálfur í og það skiptir hann engu máli í hverja hann sparkar í á leiðinni.

Hann er Sjálfstæðismaður með sóma og sann.


mbl.is Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin rökhugsun yfirsterkari

Það er alltaf athyglisvert að fylgjast með því þegar nýjar kenningar um Jesú og allt hans fólk koma upp á yfirborðið.

Því ef við hugsum málið aðeins út fyrir umslagið þá er biblían skrifuð löngu eftir dauða þessa manns sem á að hafa heitið Jesú.  Fyrst kom Gamla testamentið sem var alltof ofbeldisfullt fyrir mannfólkið að lifa eftir, þá tóku Grikkir sig til og skrifuðu Nýja testamentið sem var mun líklegra til vinsælda og virkar vel enn þann dag í dag fyrir suma a.m.k. svo birtist Biblían sem er samansafn af gömlum bókrollum sem virtust á þeim tíma ganga vel í lýðinn og framsýnir menn þess tíma sáu að með því að fara að predika þetta alltsaman gætu þeir safnað í kringum sig hjörð trúaðra sem auðvelt gæti verið að stjórna.

Þegar víðsýnum mönnum nú til dags dettur í hug að eftilvill hafi hlutirnir verið öðruvísi fyrir þessum um það bil 2000 árum síða þá rísa kirkjunnar menn upp á afturlappirnar og vita betur, hlutirnir gerðust nákvæmlega svona og ekki orð um það meir.

Mér finnst sem yfirlýstum trúleysingja afar merkilegt að fylgjast með því hvernig trúarleiðtogar og menn allt niður í Gunnar í Krossinum ná að safna í kringum sig hópum fólks sem virðast hlýða í blyndni öllu sem þeir segja.

Þeir þykjast vera sendiboðar guðs og guð tali beint í gegnum þá, þeir sem ekki hlýða fara beint til fjandans sem ég hef nú ekki heldur mikla trú á því að sé til.

Þarna höfum við einmitt einn vinkil á málinu, það sem menn ekki þekkja hræðast þeir.  Það er einmitt þess vegna sem trúarbrögð hafa í gegnum aldirnar verið notuð til að stjórna heilu þjóðunum.

Við höfum skínandi dæmi um þetta í Írak, Íran og þeim löndum þar sem kóraninn er lögum landanna yfirsterkari.  Við höfum Kaþólsku Kirkjuna fyrr á öldum sem stjórnaði með harðri hendi og brenndi menn á báli sem ekki voru á sömu skoðun og hún.

Allstaðar þar sem trúin verður rökhugsun yfirsterkari sjáum við hlutina fara á versta veg, við þyrfum ekki nema að fylgjast með Bandaríkjamönnum þessa dagana þar sem Evangelistar eru smátt og smátt að leggja undi sig herinn og þeir sem ekki tilheyra hreyfingunni eru úti í kuldanum.

Það væri óskandi að það væru færri öfgatrúarmenn og fleiri rökhugsandi einstaklingar í heiminum.

 


mbl.is Sérfræðingur segir fullyrðingar um Jesú í nýrri heimildarmynd tómt bull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur, heimskari, lang vitlausastur.

LoLÞetta er sá allra heimskasti glæpamaður sem sögur fara af.  Samkvæmt fréttunum í ríkissjónvarpinu þufti hann að fara til löggunar til að fá staðfestingu á því hver hann væri svo hann gæti tekið út pening í banka því vegabréfið hans var útrunnið.  Þeir athuga hver hann er og komast að því að hann er eftirlýstur.  Þeir leita að sjálfsögðu á honum og í farangrinum hjá honum og hvað finna þeir.........say no more.

Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig einn einstaklingur kemur óorði á heilan þjóðfélagshóp, sem virðulegir glæpamenn vissulega eru.

það hljóta að vera til viðurkenningar fyrir aðra eins hroðalega heimsku og þessi blessaður maður sýndi af sér.Smile


mbl.is Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein rykdagur

Í dag fáum við semsagt að súpa seiðið af þessari óskiljanlegu nagladekkjanotkun með tilheyrandi mengun og hávaða.

Hvenær átta menn sig á því að hér þurfa bílar ekki að vera á nagladekkjum í öllum þeim saltpækli sem flæðir um allar götur í þau fáu skipti sem frystir ofaní bleyti eða snjóar.


mbl.is Ljóst að svifryksmengun fer yfir hættumörk í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband