VG að missa sig í góðum fyrirheitum.

Allt lítur þetta vel út á prenti en hvernig á að fjármagna og framkvæma þetta alltsaman.

VG hlýtur að ætla að stórhækka skatta ef öll sú þjónusta er gerð skattfrjáls sem þarna er nefnd. 

Hvar á að stórbæta samgöngur?  Á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landsbyggðinni?  Af hverju er hvergi minnst á að gera almenninssamgöngum hærra undir höfði?

Hvernig á að styrkja byggðir landsins? Á að færa ríkisstofnanir út á land?  Gera ráðstafanir til að halda kvótanum sem mest á landsbyggðinni?  Á að auka styrki til landbúnaðar?  Er ekki eina leiðin til að styrkja byggðir landsins að setja þar niður stóryðju og virkja þar sem allra mest?

Hvernig á að láta Jafnréttisstofu hafa stórauknar heimildir til að skerast í leikinn þar sem jafnrétti virðist ekki vera í hávegum haft, hvernig á að meðhöndla vinnustaði þar sem annað kynið er í meirihluta?  Á að skilda bílaverkstæði til að ráða fleiri konur eða leikskóla til að ráða fleiri karlmenn? 

 Á að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja burtséð frá því hvort þær eru hæfar til starfsins eða ekki jafnvel þó karlmenn hjá sama fyrirtæki séu hæfari til starfsins?

Þarna eru nokkrir góðir punktar en þeim er gersamlega drekkt í fyrirheitaflaumi sem er algjörlega úr sambandi við raunveruleikann.

 

 


mbl.is VG vill veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband