Fólk þarf bara að læra að keyra.

Ég gerðist svo djarfur að skreppa norður á Blönduós í dag (þriðjudag) þrátt fyrir að veðrið væri ekki alveg upp á hið besta.  Ég komsta bæði fram og til baka slysalaust en það er meira heldur en hægt er að segja um alla þá bíla sem voru útaf á milli Borgarness og Reykjavíkur og raunar á fleiri stöðum.

Ég þarf stundum að fara út fyrir bæinn þegar aðstæður eru ekki sem bestar og alltaf blöskrar mér að sjá hvernig fólk keyrir í aðstæðum líkum þeim sem voru í dag.  Það er alveg stórfurðulegt að sjá hvernig fólk tekur framúr þegar skyggni er jafnvel ekki meira en nokkrar bíllengdir og keyrir á 90 til 100 km. hraða í glæra hálku og skafrenning, þá þarf ekki nema eina vinhviðu og viðkomandi er floginn út í móa eins og dæmin sanna.

Þó að löggan segi að rekja megi óhöppin til veðurofsans þá er þá er einnig hægt að kenna heimskum ökumönnum a.m.k. nokkuð oft um óhöpp sem þessi .

Í mörgum tilfellum held ég að komast mætti hjá mörgum slysum í veðri líkt og var í dag ef ökumenn sýndu minnstu merki þess að kunna að keyra. 


mbl.is Þrír enduðu utanvegar; engin slys á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg fullkomlega sammála þér í þessu, haga akstri eftir aðstæðum.

Einar B. (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Hvaða hvaða bara færa gírstöngina og staðnæmast við D-ið og svo bara fullt blast áfram

Óttarr Makuch, 20.3.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Ég fór líka milli frá Selfossi til Reykjavíkur í morgun þegar veðrið var sem verst. Gekk áfallalaust fyrir sig þó bíllinn gæti verið betur útbúinn til vetraraksturs. Það sást reyndar ekki nema bíllengd fram fyrir bílinn víðast hvar á Sandskeiðinu, og þá var ekkert annað að gera en að dóla á hraða í samræmi við það. En það voru nokkrir útaf og líka nokkrir skemmdir eftir árekstra úti í kanti.

Helgi Jónsson, 21.3.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband