Enga óþarfa hjólatúra

Hvernig í ósköpunum núna þegar ljóst má vera að mengun í borginni er að fara upp fyrir öll eðlileg mörk þá sýna borgaryfirvöld og stjórnvöld engan vilja í þá átt að gera aðra samgöngumáta en einkabílinn spennandi.  Á sama tíma og borgarstjórn talar um að minnka þurfi notkun einkabílsins þá hækka þeir gjaldskrána í strætó, þeir sýna enga viðleitni í þá átt að nota leigubíla meira til fólksflutninga innanbæjar og ef maður ætlar að hjóla til eða frá vinnu er maður í stórkostlegri lífshættu því maður þarf að hjóla úti á götu þar sem ekki er nú verið að sýna of mikla tillitssemi. Það hefði nú mátt taka nokkrar krónur frá þessum arfavitlausu Héðinsjarðar göngum og setja peninginn frekar í eitthvað sem nýtist aðeins fleirum. Þeir sem ráða þessari annars ágætu borg  og blessaða landi gætu nú einusinni reynt að vera samkvæmir sjálfum sér þó þeim takist það oftast ekki vel.
mbl.is Engir hjólreiðastígar í samgönguáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er í gangi ???   Tölfræðin sýnir að aldrei fleiri en nú noti hjólið til og frá vinnu. Þrátt fyrir að samgöngur borgarbúa séu í meira mæli að þróast að evrópskum stíl eru stjórnvöld enn að apa vitleysuna upp eftir bandaríkjamönnum. ef ekki verður tekin ákvörðun til sjálfbærari samgangna verður ekki langt að bíða þess að öll útivistarsvæði fari undir mislæg gatnamót og hraðbrautir að hætti Búss hugsandi manna. Sjúkrabílar hafa ekki undan að skafa hræ upp af götunum og það verður fast stöðugildi að vera uppfrá til að breyta tölunni á Hellisheiðinni. Fjölgun hjólreiðastíga og gjaldfrjáls strætó er það öflugasta sem hægt er að gera í baráttunni við: svifryk, umferðaslys, offitu og úrillu borgarbúa sökum spennu í umferðinni.

 Fjölnir

Fjölnir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir þetta Maron

Það er lengi kominn tími á því að  heildarskipulag umferðar taki líka tillit til hjólreiðar.  Auðvitað er rétt hjá ráðherra að það þurfi að vanda til verksins, en þessi undirbúningur kostar líka peninga.  Án þess að veitt er fjarmagn í verkið er erfitt að sjá að  eiginleg vilji sé fyrir hendi.  

Og af hverju hefur samgöngunefnd Alþingis ekki einusinni tekið til umfjöllunar þingsályktunartillögu um að skipa nefnd til þess að ræða og undirbúa samgöngumannvirki sem geta eflt hjólreiðar sem samgöngumáta ?  Samgöngunefnd hefur haft það tækifæri amk. síðustu 4-5 árin, því tillagan hefur verið endurflutt með stuðningi fulltrúa allra flokka, 
síðustu árin með Kólbrún Halldórsdóttir sem fyrsti flutningsmann.

Það er ekki eins og rökin með auknar hjólreiðar vanti. Sjá til dæmis færslu Magga Bergs tengs þessa frétt.

Morten Lange, 22.2.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband