Loksins virðast einhverjar ákvarðanir vera að fæðast í tengslum við Vatnsmýrina. Samgöngumiðstöð þar sem saman koma ný flugstöð, Stætó, og BSÍ er gáfulegasta hugmyndin sem fram hefur komið lengi, þótt hún sé nú ekki alveg ný sú hugmynd. Það hlýtur nefnilega að blasa við að ef innanlandsflugið ætti að flytjast til Keflavíkur þá er tíminn sem færi í ferðalagið landshluta á milli orðinn það langur að það væri alveg eins gott að keyra. Einnig er það stórlega vanmetinn kostur að hafa flugvöllinn rétt við bæjardyrnar líkt og hann er núna. Dagsferði þar sem flogið er með erlenda ferðamenn til Akureyrar eða Egilsstaða færu að verða svo tímafrekar ef það þyrftir að byrja daginn á því að keyra þeim til Keflavíkur að þær myndu trúlega leggjast af. Ekki þarf svo að benda á það að bæði flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli og BSÍ eru ekki beinlínis reisulegustu byggingar bæjarins og svo þarf Strætó hvort eð er að fara að finna sér nýtt heimili. Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni fær öll mín atkvæði.
Samtökin Betri byggð furða sig á "ægivaldi samgönguyfirvalda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hins vegar bara spurning um hvenær en ekki hvort vél hlekkist á í lendingu. Hvort viltu að hún lendi á Ráðhúsinu eða Alþingishúsinu?
Elías Halldór Ágústsson, 20.2.2007 kl. 12:13
Með því að flytja æfinga og kennsluflug annað þá er nú verið að minnka líkurnar á óhöppum all verulega, en þá er að vísu þeim mun hættulegra að búa í Reykjanesbæ miðað viða að flugið flytjist þangað.
Maron Bergmann Jónasson, 20.2.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.