Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hverslags framfarir þetta eru. Nú getur maður loksins farið óundirbúinn á klósettið, ekkert að leita lengur að mogganum, andrésblöðunum á heimilinu eða einhverju öðru til að lesa meðan að..............allavegana ég hef alltaf vitað að norsurunum er ekki alls varnað. Ég er alveg fullviss um að sá útgefandi sem fer að gefa gefa dagblöð út í klósettpappírsformi þar ekki að hafa áhyggjur af lítilli markaðshlutdeild.
Margfalt húrra fyrir norðmönnum, þessum eina amk.
Norðmaður fær einkaleyfi á að auglýsa á salernisrúllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2007 | 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf er jafn athyglisvert að fylgjast með þessum "náttúruverndarsinnum" sem virðast sjaldnast hafa hundsvit á því hver á vélarnar sem þeir eru að skemma eða hvaða tilgangi þær þjóna. Skemmdarfýsnin virðist yfirleitt vera ráðandi frekar en eithvað annað.
Við sáum einmitt hvernig snillingar þetta eru sem standa að svona aðgerðum í fréttum nú í sumar þegar einhverjir hassreykjandi hippalýður safnaðist saman við Kárahnjúka og við álverið á Reyðarfirði til að mótmæla.
Þeir viskubrunnar sem komu í viðtöl í fjölmiðlum virtust varla vita í þennan heim eða annan, það eina sem þeir virtust vita með vissu var að þeir væru staddir á austurhluta Íslands, hitt var frekar þokukennt og óljóst.
Svo þið "náttúruverndarsinnar" næst þegar þið þurfið að koma í viðtal í fjölmiðli veljiði þá þann úr hópnum sem kann að minnsta kosti að skrifa nafnið sitt og koma frá sér heilli, óbjagaðri setningu.
Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.2.2007 | 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skóflustunga tekin að nýrri göngudeild BUGL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2007 | 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tekið af www.laugardalur.blog.is
Er þetta það sem viljum að gerist í Laugardalnum
Guttormur vill vekja athygli á þessari athugasemd frá Jóni G í umræðunni um nýtingu Laugardals
"Ef við spyrnum ekki við fótum þá verður ekki mikið eftir af því sem kallast Laugardalur í dag innan fárra ára.
Ásóknin í dalinn er þung og leiðin að góðum byggingarlóðum felst í því að klæða landnáms áformin í búning æskulýðs, íþrótta og velferðarmála.
World Class/Nýsi tókst að koma fyrir 1stk líkamsræktarmiðstöð á sundlaugarbakkanum.Eftir að húsið var risið var lóð afmörkuð umhverfis mannvirkið.
Sömu aðilar stefna nú að því að yfirtaka Laugardalslaugina, fjarlægja núverandi almenningslaug og reisa síðan hótel með öllu tilheyrandi á staðnum.
Það er spurning hvort sömu aðilar komi inn í hugmyndir Þróttar um byggingu íþróttahúss á frjálsíþróttasvæðinu?
KSÍ hefur lokið byggingu skrifstofuhúss sem verður leigt út að hluta við stúku Laugardalsvallar.
Laumuspilið í kring um fyrirhugaðann mennta og skemmtigarð átti sér stað upphaflega án þess að forráðamenn fjölskyldu og húsdýragarðsins og skipulagsyfirvöld hefðu hugmynd um hvað væri í gangi.
Það er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því að þeir aðilar sem standa á bak við áformin um mennta og skemmtigarð taki yfir rekstur fjölskyldu og húsdýragarsins í kjölfarið.
Eftir 5 - 10 ár má þannig gera ráð fyrir að meirihluti Laugardalsins verði kominn undir forræði nokkura fasteignafyrirtækja .
Án þess að lóðunum hafi í raun verið úthlutað.
Er þetta það sem við viljum sjá gerast í dalnum?"
Bloggar | 20.2.2007 | 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hversvegna geta kennarar ekki verið með samskonar taxta og hinn venjulegi launamaður sem vinnur sína 8 til 10 tíma vinnudag 5 daga vikunnar. Því meir sem ég reyni að skilja þær forsendur sem laun kennara byggjast á þeim mun minna skil ég. Yfirvinna tekin út í fríi, vinnuskylda svo og svo lengi eftir skólaslit, allskonar stagbætur hér og þar sem gera þetta að einum allsherjar frumskógi. Það hlýtur að gefa augaleið að öll samningagerð verður óhóflega flókin þegar þarf að passa upp á öll þessi smáatriði sem virðast leynast í kjarasamningum kennara. Hins vegar geri ég mér fulla grein fyrir því að starf kennara er langt í frá auðvelt og að sjálfsögðu á að borga kennurum rúmlega mannsæmandi laun.
Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2007 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Beit tvo lögreglumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2007 | 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engir hjólreiðastígar í samgönguáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2007 | 10:44 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins virðast einhverjar ákvarðanir vera að fæðast í tengslum við Vatnsmýrina. Samgöngumiðstöð þar sem saman koma ný flugstöð, Stætó, og BSÍ er gáfulegasta hugmyndin sem fram hefur komið lengi, þótt hún sé nú ekki alveg ný sú hugmynd. Það hlýtur nefnilega að blasa við að ef innanlandsflugið ætti að flytjast til Keflavíkur þá er tíminn sem færi í ferðalagið landshluta á milli orðinn það langur að það væri alveg eins gott að keyra. Einnig er það stórlega vanmetinn kostur að hafa flugvöllinn rétt við bæjardyrnar líkt og hann er núna. Dagsferði þar sem flogið er með erlenda ferðamenn til Akureyrar eða Egilsstaða færu að verða svo tímafrekar ef það þyrftir að byrja daginn á því að keyra þeim til Keflavíkur að þær myndu trúlega leggjast af. Ekki þarf svo að benda á það að bæði flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli og BSÍ eru ekki beinlínis reisulegustu byggingar bæjarins og svo þarf Strætó hvort eð er að fara að finna sér nýtt heimili. Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni fær öll mín atkvæði.
Samtökin Betri byggð furða sig á "ægivaldi samgönguyfirvalda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.2.2007 | 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig börn geta verið fátæk. Ég hef alltaf haldið að börn gætu tilheyrt fátækum fjölskyldum en gætu ekki verið fátæk ein og sér og þá kannski átt efnaða foreldra. Hinsvegar er það nú bara svo eins og maður sér hér á Íslandi að við virðumst alltaf færast nær stéttskiptu þjóðfélagi þar sem þeir ríku verða ríkari en þeir fátæku fátækari, þó Hannes Hólmsteinn og Pétur Blöndal þreytist ekki á að útskýra hvernig fátækt fólk sé í raun og veru alls ekki svo fátækt, það eigi bara svo litla peninga miðað við þá sem eru ríkir. Eða eitthvað svoleiðis.
Einn af hverjum sex Evrópumönnum býr undir fátæktarmörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.2.2007 | 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 19.2.2007 | 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar