Ekki frétt

Hvað ætli löggan á höfuðborgarsvæðinu þurfi að aðstoða marga einstaklinga um hverja einustu helgi við að komast heim til sín.  Þeir eru allavegana ófáir mennirnir og konurnar sem maður sér niðri í bæ um helgar sem geta enga björg sér veitt vegna ölvunar. 

Við skulum vona að Mogginn fari ekki að flytja fréttir af því.

Það eina sem er alveg víst er það að löggan er ekki öfundsverð af hlutskipti sínu niðri í bæ hverja einustu helgi, þegar svo kemur að því að taka þarf á mönnum sem eru ýmist útúrdópaðir eða viti sínu fjær af drykkju þá er ekkert nema vanþakklætið sem löggan fær í hausinn vegna þess að sá sem þurfti að koma í steininn fékk marblett í látunum.

Enn og aftur tek ég hatt minn ofan fyrir löggum þessa lands.  (þó að ég sé með 9 eða 10 punkta)


mbl.is Þurftu aðstoð við að komast heim vegna ölvunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löggan telur þetta merkilegt, hvers vegna ekki að veita fólki fréttir af þessu, gerir bara ekkert til.

Helgi (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Fær mar púnkta ef mar er tekinn fyrir að vera ofurölvi í miðbænum?

Sverrir Einarsson, 14.3.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband