Borga og brosa

Helgin afstaðin svo nú getur maður farið að tjá sig aftur.

Af hverju þarf að refsa fólki fyrir að keyra á nagladekkjum, af hverju má ekki frekar verðlauna fólk fyrir að keyra á ónegldu?  Ég skil ekki hvernig á að koma þessum naglaskatti á.  Verður hann einungis innheymtur á höfuðborgarsvæðinu eða landinu öllu?

Hvers eiga þá landsbyggðarbúar að gjalda þar sem hvorki er saltað eða sandborið á veturna.  Það hlýtur að vera frekar fúlt fyrir einstakling sem býr úti á landi og kemur kannski aldrei til höfuðborgarinnar á sínum eigin bíl að þurfa að borga skatt eða gjald sem er eingöngu hugsað til að minnka mengun á höfuðborgarsvæðinu.

Það blasir við að nægt svigrúm er til að lækka einfaldlega verð á ónegldum vetrardekkjum þar sem dekk eru skattlögð upp úr öllu valdi hér á landi, sem er í raun fáránlegt þar sem fátt hefur meiri áhrif á öryggi bíls en dekkin.


mbl.is Kannað hvort taka eigi gjald fyrir notkun á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þetta er góð áðbending. Haltu henni á lofti.

kv.

Sigríður 

sigríður (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband