Blindfullu englabörnin okkar

Það yrðu nú býsna margir foreldrar miður sýn ef þeir sæju ástandið á börnunum sínum niðri í bæ um helgar, svo ekki sé nú talað um skólaböllinn sem mér virðast oft á tíðum vera algerlega stjórnlausar samkomur.

Oft verð ég vitni að samtölum þessara krakka þar sem aðaláhyggjuefnið er að láta allar sögur passa, og hvernig hægt sé að stramma sig af svo foreldrarnir fatti ekki neitt þegar komið er heim eftir fótaferðatíma.

Hins vegar læra börnin það sem fyrir þeim er haft og ekki eru nú fyrirmyndirnar alltaf góðar sem þessi blessuð börn þurfa að horfa uppá.

Okkur væri öllum hollt að líta í eigin barm og spá aðeins í það hvernig við sjálf högum okkur þegar er farið út að "skemmta" sér.


mbl.is Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband