Hvernig???

Ég er ekki alveg að skilja hvernig gatnakerfið vestur í bæ á að þola þá auknu umferð sem þessi 6000 manna byggð hlýtur að hafa í för með sér. 

Borgin hlýtur þá að ætla sér að stórbæta samgöngurnar vestur í bæ þó það sé vandséð hvar hægt er að bæta við akgreinum eða jafnvel heilu götunum í gegnum vesturbæinn sem er nú nógu þröngur fyrir.

Einnig hlýtur að þurfa gríðarlegt efni í sjóvarnargarð til að verja þetta allt saman miðað við allt grjótið sem berst upp á Ánanaustin þegar saman fara vestanátt og háflóð 

 


mbl.is Áform um 6.000 íbúa byggð á landfyllingu vestan við Ánanaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver var að tala um gróðurhúsaáhrif með hækkun sjávarbors.

Eru Feyneyjar norðursins að verða til?

Örn G. (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband