Bömmer

Ég tel mig geta sjúkdómsgreint Britney.

Þetta er kallað að vera á bömmer, kemur fyrir besta fólk.  Hún skilur við karlinn fær "víðáttubrjálæði" og dettur svona svakalega í það.  Þetta hefur komið fyrir besta fólk í gegnum tíðina og á eftir að halda áfram að koma fyrir svo lengi sem fólk skilur.

Eni munurinn er að yfirleitt fylgist einungis fjölskyldan með viðkomandi drekkja sorgum sínum en í þessu tilviki fylgist öll heimsbyggðin með, sem hlýtur að vera svolítið óþægilegt fyrir viðkomandi.

Tvíkynhneigtlyndisröskunarfæðingarþunglyndi eða hvað sem þetta á að vera er einungis annað nafn yfir bömmer eins og það var kallað í minni heimasveit.

Svo förum nú að hafa áhyggjur af alvöru vandamálum eins og hvernig aumingja Paris Hilton gengur að jafna sig eftir afmælið sitt.


mbl.is Læknar telja Britneyju haldna fæðingarþunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Tvíkynhneigtlyndisröskunarfæðingarþunglyndi er þá væntanlega þunglyndi sem tvíkynhneigðir fæðast með og lyndið raskast í framhaldinu...hmmm...já það getur ekki verið neitt annað

Jóhanna Fríða Dalkvist, 28.2.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Það er bara frægt fólk sem fær kvilla sem eru með svona langt og flott nafn.

Maron Bergmann Jónasson, 1.3.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband