VARÚÐ! Fyllibytta gengur laus

Þarna höfum við eitt dæmi af því miður fjölmörgum um menn sem ætti að vera hægt að skikka í meðferð.

Þarna gætum við haft mál þar sem eiginmaðurinn fer á fyllirís túr í nokkra daga danglar aðeins í eiginkonuna fyrir að vera ekki nógu meðvirk og er til almennra leiðinda.  Þetta endar með því að löggan kemur á staðinn, beitir tilheyrandi ofbeldi, samkvæmt fréttum síðustu daga, fer með mannin og stingur honum inn.

Nú, í steininum rennur af manninum hann er yfirheyrður um afrek sín síðustu daga og konan sem ætlaði að kæra hann fyrir heimilisofbeldi vorkennir honum, hann er hvort eð er með móral og grátbiður hana um að fyrirgefa sér og lofar líka að drekka "aldrei" framar, svo hún hættir við að kæra hann.

Nema bara hvað, nú líða kannski nokkrar vikur Þá fer maðurinn að fá fiðring og langar óskaplega til að fá sér bjór.  Hann kaupir sér kippu og kannski einn pela af því hann ætlar hvort eð er ekkert að detta harkalega í´ða. 

Nokkrum dögum seinna erum við aftur komin þangað sem við vorum nokkrum vikum áður karlinn búinn að vera á túr og allt orðið vitlaust aftur.  Svona ganga hlutirnir ára eftir ár eftir ár.

Ég hef ekki börnin með í sögunni þá væri þetta efni í heila bók.

Þarna erum við kominn að kjarna málsins.  Af hverju má hið opinbera ekki grípa þarna inn í. Kæra karlinn fyrir heimilisofbeldi burtséð frá því hvort eiginkonan fyrirgefur honum eða ekki skikka hann í meðferð og í framhaldi af því beita viðurlögum ef hann dettur í það aftur eða að minnsta kosti brýtur af sér á fylliríi eftir það.

Svona mannleysur virðast fá að angra sína nánustu því sem næst endalaust og enginn grípur inn í til að hjálpa jafnvel þó konan sé komin í kvennaathvarfið og allt stefni býsna hratt til fjandans.

Af hverju er ekki hægt að grípa til einhverra ákveðnari aðgerða heldur en að fjarlægja manninn af heimilinu og skila honum svo aftur þegar rennur af honum.

 

Ég bara spyr?

 

Það skal tekið fram að ég þekki ekkert til aðstæðna í málinu á Hvolsvelli mér bara datt þetta í hug við lesturinn.


mbl.is Handtekinn eftir hótanir í garð sambýliskonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að leyfa mér að vera sammála þessu. Þetta er landlægur andskoti.

siggi (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: halkatla

að sjálfsögðu er maður sammála 

halkatla, 1.3.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband