Það er alltaf athyglisvert að fylgjast með því þegar nýjar kenningar um Jesú og allt hans fólk koma upp á yfirborðið.
Því ef við hugsum málið aðeins út fyrir umslagið þá er biblían skrifuð löngu eftir dauða þessa manns sem á að hafa heitið Jesú. Fyrst kom Gamla testamentið sem var alltof ofbeldisfullt fyrir mannfólkið að lifa eftir, þá tóku Grikkir sig til og skrifuðu Nýja testamentið sem var mun líklegra til vinsælda og virkar vel enn þann dag í dag fyrir suma a.m.k. svo birtist Biblían sem er samansafn af gömlum bókrollum sem virtust á þeim tíma ganga vel í lýðinn og framsýnir menn þess tíma sáu að með því að fara að predika þetta alltsaman gætu þeir safnað í kringum sig hjörð trúaðra sem auðvelt gæti verið að stjórna.
Þegar víðsýnum mönnum nú til dags dettur í hug að eftilvill hafi hlutirnir verið öðruvísi fyrir þessum um það bil 2000 árum síða þá rísa kirkjunnar menn upp á afturlappirnar og vita betur, hlutirnir gerðust nákvæmlega svona og ekki orð um það meir.
Mér finnst sem yfirlýstum trúleysingja afar merkilegt að fylgjast með því hvernig trúarleiðtogar og menn allt niður í Gunnar í Krossinum ná að safna í kringum sig hópum fólks sem virðast hlýða í blyndni öllu sem þeir segja.
Þeir þykjast vera sendiboðar guðs og guð tali beint í gegnum þá, þeir sem ekki hlýða fara beint til fjandans sem ég hef nú ekki heldur mikla trú á því að sé til.
Þarna höfum við einmitt einn vinkil á málinu, það sem menn ekki þekkja hræðast þeir. Það er einmitt þess vegna sem trúarbrögð hafa í gegnum aldirnar verið notuð til að stjórna heilu þjóðunum.
Við höfum skínandi dæmi um þetta í Írak, Íran og þeim löndum þar sem kóraninn er lögum landanna yfirsterkari. Við höfum Kaþólsku Kirkjuna fyrr á öldum sem stjórnaði með harðri hendi og brenndi menn á báli sem ekki voru á sömu skoðun og hún.
Allstaðar þar sem trúin verður rökhugsun yfirsterkari sjáum við hlutina fara á versta veg, við þyrfum ekki nema að fylgjast með Bandaríkjamönnum þessa dagana þar sem Evangelistar eru smátt og smátt að leggja undi sig herinn og þeir sem ekki tilheyra hreyfingunni eru úti í kuldanum.
Það væri óskandi að það væru færri öfgatrúarmenn og fleiri rökhugsandi einstaklingar í heiminum.
Sérfræðingur segir fullyrðingar um Jesú í nýrri heimildarmynd tómt bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 26.2.2007 | 21:36 (breytt kl. 21:37) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rökhugsun myndi eflast við DNA ú Kristi og family....engin spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.2.2007 kl. 21:52
Allt satt sem þú lýsir hér, ég sjálfur er trúleysingi og aðhyllist rökhugsun, frekar funky að líta á allt þetta trúarlið rífast um hitt og þetta. Þarf fleiri trúleysingja-blogg hingað, keep it up ;)
Gunnsteinn Þórisson, 26.2.2007 kl. 22:15
svo geta líka öfgatrúarmenn fælt rökhugsandi fólk frá boðskapnum.... þá missir það kannski af einhveru, t.d því hvað Biblían er æðisleg bók, en þótt ég sé trúuð þá er ég alveg að skilja hvað þú meinar, og finnst þetta mjög góðar greinar
halkatla, 27.2.2007 kl. 09:41
Það versta er að það er ekki hægt að rökræða við heitttrúaða því rökunum sleppir um leið og þetta "yfirnáttúrulega" tekur við.
Ágætt sjónarpsefni um það eru "Root of all Evil?" og The God that wasn't there". Ætti að vera skylduáhorf í grunnskólum frekar en trúboðsleiðin...
Víðir Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 09:36
Það er nefnilega mergurinn málsin, að ræða trúmál við trúaðan einstakling er eins og að ræða misnotkun áfengis við virkan alkahólista, þeir eru báðir svo blindaðir af sannfæringu eða ranghugmyndum, eftir því hvernig á málið er litið, að önnur rök en þeirra sjálfra gleymast algerlega.
Það þarf ekki að hlusta nema í nokkrar mínútur á kristna útvarpsstöð til að heyra hversu fyrrt mikið af þessu fólki er.
Maron Bergmann Jónasson, 28.2.2007 kl. 12:42
Já trúin blindar rökhugsunina en gleymdu því ekki að þú trúir líka; þ.e.a.s. þú trúir því að engin guð sé til eða æðri máttur eða hvernig sem þú villt hafa það. Þú veist það ekki, er það? Þetta virðist líka lita þig því þú ræðst aðeins á öfgarnar. Ég trúi á sigur ljóssins yfir myrkrinu, hins góða á því illa... Góður boðskapur sem aðeins gerir fólk að betri manneskjum er að finna í öllum trúarbrögðum. Er það ekki eitthvað sem þarf að kenna börnum í grunnskólum en ekki aðeins að kynda undir trúna á Mammon sem virðist vera ríkjandi í þessu litla samfélagi okkar í dag.
Sverrir Unnsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:04
Ég "trúi" því að eithvað gott leynist í okkur öllum það er bara misdjúpt á því. En ég trúi ekki á himnaríki eða helvíti eða að það sé einhver óskilgreindur andi sem svífur yfir okkur og dæmir okkur eftir að við gefum upp öndina.
Hvað er góður boðskapur? Að við eigum öll að lifa í guðs ótta og góðum siðum annars eigum við á hættu að fara til helvítis.
Ég neita að beygja mig undir það að láta einhverja presta eða predikara segja mér hvernig ég á að haga mér í lífinu. Þeir hafa ekkert umboð til þess. Lögin í landinu og almenn skynsemi segja mér það.
Góður boðskapur er sá að við eigum að vera góð við hvort annað af því það lætur okkur sjálfum líða betur rétt eins og fólkinu í kringum okkur.
Öfgatrú á Mammon er hinsvegar jafn slæm og öfgatrú á guð.
Maron Bergmann Jónasson, 28.2.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.