Afar fróðlegir punktar

Tekið af www.laugardalur.blog.is

Er þetta það sem viljum að gerist í Laugardalnum

 

Guttormur vill vekja athygli á þessari athugasemd frá Jóni G í umræðunni um nýtingu Laugardals

"Ef við spyrnum ekki við fótum þá verður ekki mikið eftir af því sem kallast Laugardalur í dag innan fárra ára.

Ásóknin í dalinn er þung og leiðin að góðum byggingarlóðum felst í því að klæða “landnáms” áformin í búning æskulýðs, íþrótta og velferðarmála.

World Class/Nýsi tókst að koma fyrir 1stk líkamsræktarmiðstöð á sundlaugarbakkanum.Eftir að húsið var risið var lóð afmörkuð umhverfis mannvirkið.

Sömu aðilar stefna nú að því að yfirtaka Laugardalslaugina, fjarlægja núverandi almenningslaug og reisa síðan hótel með öllu tilheyrandi á staðnum.

Það er spurning hvort sömu aðilar komi inn í hugmyndir Þróttar um byggingu íþróttahúss á frjálsíþróttasvæðinu?

KSÍ hefur lokið byggingu skrifstofuhúss sem verður leigt út að hluta við stúku Laugardalsvallar.

Laumuspilið í kring um fyrirhugaðann “mennta og skemmtigarð” átti sér stað upphaflega án þess að forráðamenn fjölskyldu og húsdýragarðsins og skipulagsyfirvöld hefðu hugmynd um hvað væri í gangi.

Það er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því að þeir aðilar sem standa á bak við áformin um “mennta og skemmtigarð” taki yfir rekstur fjölskyldu og húsdýragarsins í kjölfarið.

Eftir 5 - 10 ár má þannig gera ráð fyrir að meirihluti Laugardalsins verði kominn undir forræði nokkura fasteignafyrirtækja .

Án þess að lóðunum hafi í raun verið úthlutað.

Er þetta það sem við viljum sjá gerast í dalnum?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband