Reynum nú einu sinni að leysa málin í góðu

Hversvegna geta kennarar ekki verið með samskonar taxta og hinn venjulegi launamaður sem vinnur sína 8 til 10 tíma vinnudag 5 daga vikunnar.  Því meir sem ég reyni að skilja þær forsendur sem laun kennara byggjast á þeim mun minna skil ég.  Yfirvinna tekin út í fríi, vinnuskylda svo og svo lengi eftir skólaslit, allskonar stagbætur hér og þar sem gera þetta að einum allsherjar frumskógi.  Það hlýtur að gefa augaleið að öll samningagerð verður óhóflega flókin þegar þarf að passa upp á öll þessi smáatriði sem virðast leynast í kjarasamningum kennara.  Hins vegar geri ég mér fulla grein fyrir því að starf kennara er langt í frá auðvelt og að sjálfsögðu á að borga kennurum rúmlega mannsæmandi laun.


mbl.is Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband