Fátæk börn?

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig börn geta verið fátæk.  Ég hef alltaf haldið að börn gætu tilheyrt fátækum fjölskyldum en gætu ekki verið fátæk ein og sér og þá kannski átt efnaða foreldra.  Hinsvegar er það nú bara svo eins og maður sér hér á Íslandi að við virðumst alltaf færast nær stéttskiptu þjóðfélagi þar sem þeir ríku verða ríkari en þeir fátæku fátækari, þó Hannes Hólmsteinn og Pétur Blöndal þreytist ekki á að útskýra hvernig fátækt fólk sé í raun og veru alls ekki svo fátækt, það eigi bara svo litla peninga miðað við þá sem eru ríkir.  Eða eitthvað svoleiðis.

 


mbl.is Einn af hverjum sex Evrópumönnum býr undir fátæktarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Hvernig er á ekkert að blogga um Britney    Ef þú hefur tíma getur þú hringt við tækifæri er með 5520680 er heima núna

Elvar Atli Konráðsson, 19.2.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kjósum Samfylkinguna í vor og þá fáum við að kynnast þessari fátækt sem meðlimir í  ESB ef ekki fyrr með Össur sem fjármálaráðherra.

Grímur Kjartansson, 19.2.2007 kl. 19:58

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það hljómar betur að segja Fátæk börn en Hungruð börn! Held að það sé alla vega hluti ástæðunnar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 20:02

4 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Það gæti verið, betra að hafa börnin fátæk frekar en bæði fátæk og svöng.

Maron Bergmann Jónasson, 19.2.2007 kl. 20:24

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég skil nú ekki í Grím að treysta ekki Össuri sem fjármálaráðherra, þegar hann varaði við ruðningsáhrifum virkjananna á íslensku krónuna og benti á að viðskiptahallinn væri tifandi tímasprengja áður en krónan hrundi um 40%. Nú sitjum við uppi með Dagfinn dýralækni sem fjármálaráðherra.. á tímum 8% verðbólgu, hæstu vaxta sem þekkjast í vestrænu ríki og mestu aukningu á skattheimtu af öllum OECD ríkjum síðastliðin 10 ár.

Það að ESB sé að bjarga austur evrópu frá fátækt er ekki smitandi til Íslands frekar en önnur meðaltöl innan samböndins. Með sömu rökum get ég haldið því fram að það sé frábært að ganga í ESB til að fjölga sólardögum og hækka hitastígið hérna.

En ég er sammála honum með að kjósa Samfylkinguna í vor.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.2.2007 kl. 20:45

6 identicon

Með leyfi greiningardeildar Kaupþings (feitletrað af undirrituðum):

Greiningardeild spáir 0,7% lækkun vísitölu neysluverðs í mars. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,5% miðað við 7,4% í febrúar. Lækkun matarskatts hefur veruleg áhrif á mælinguna nú en hækkun fasteignaverðs sem og verðs á fatnaði og skóm - við lok útsala - mun vega á móti.  Áhrif af lækkun matarskatts  Greiningardeild gerir ráð fyrir því að lækkun matarskatts muni skila sér í lækkun verðs á matvælum í matvörubúðum í mánuðinum sem og hafa veruleg áhrif á verðskrá hótel og veitingastaða. Í heild áætlar Greiningardeild að fyrirhugaðara skattalækkanir muni lækki VNV (vísitala neysluverðs) um 1,75% milli mánaða.   Á markmið í júní?   Greiningardeild Kaupþings spáir því að það haldi áfram að draga hratt úr tólf mánaða verðbólgu á næstu mánuðum og hún verði á bilinu 3 til 4% í maí og líklega komin að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands í júní. Helsti óvissuþátturinn nú er þróun fasteignaverðs.

Skattheimtuumræðuna nenni ég ekki að taka hér, má ekki eyðileggja kvöldið alveg fyrir þér 

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:15

7 identicon

Oft sér maður heimilislausa einstaklinga í Bandarískum kvikmyndum. Margir halda að slíkt sé ekki til í hinni fullkomnu Evrópu. Hinsvegar er raunin sú að 3 milljónir manna eru heimilislausir innan ESB á meðan fjöldinn er undir milljóninni í Bna.

Einnig hafa margfalt fleiri störf myndast þar seinustu áratugina.

Og já með ESB.... Þrátt fyrir sveiflur og hátt matarverð á Íslandi þá eru lífsgæði hérna að meðaltali betri en í ESB, þarf að segja meira? 

Geiri (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband