Borga og brosa

Helgin afstaðin svo nú getur maður farið að tjá sig aftur.

Af hverju þarf að refsa fólki fyrir að keyra á nagladekkjum, af hverju má ekki frekar verðlauna fólk fyrir að keyra á ónegldu?  Ég skil ekki hvernig á að koma þessum naglaskatti á.  Verður hann einungis innheymtur á höfuðborgarsvæðinu eða landinu öllu?

Hvers eiga þá landsbyggðarbúar að gjalda þar sem hvorki er saltað eða sandborið á veturna.  Það hlýtur að vera frekar fúlt fyrir einstakling sem býr úti á landi og kemur kannski aldrei til höfuðborgarinnar á sínum eigin bíl að þurfa að borga skatt eða gjald sem er eingöngu hugsað til að minnka mengun á höfuðborgarsvæðinu.

Það blasir við að nægt svigrúm er til að lækka einfaldlega verð á ónegldum vetrardekkjum þar sem dekk eru skattlögð upp úr öllu valdi hér á landi, sem er í raun fáránlegt þar sem fátt hefur meiri áhrif á öryggi bíls en dekkin.


mbl.is Kannað hvort taka eigi gjald fyrir notkun á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blindfullu englabörnin okkar

Það yrðu nú býsna margir foreldrar miður sýn ef þeir sæju ástandið á börnunum sínum niðri í bæ um helgar, svo ekki sé nú talað um skólaböllinn sem mér virðast oft á tíðum vera algerlega stjórnlausar samkomur.

Oft verð ég vitni að samtölum þessara krakka þar sem aðaláhyggjuefnið er að láta allar sögur passa, og hvernig hægt sé að stramma sig af svo foreldrarnir fatti ekki neitt þegar komið er heim eftir fótaferðatíma.

Hins vegar læra börnin það sem fyrir þeim er haft og ekki eru nú fyrirmyndirnar alltaf góðar sem þessi blessuð börn þurfa að horfa uppá.

Okkur væri öllum hollt að líta í eigin barm og spá aðeins í það hvernig við sjálf högum okkur þegar er farið út að "skemmta" sér.


mbl.is Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur greyið

Þetta er nú ekki seinheppinn ökumaður, þetta er heimskur ökumaður, hann ætti bæði að losa sig við bílinn og radarvarann áður en en hann drepur sig eða það sem verra er, einhvern annan.

Samt magnað ef hann hefur í alvörunni trúað að radarvarinn myndi bjarga honum frá öllum vandræðum, að sjálfsögðu hefði hann átt að fá sér huliðshjálm þeir virka mun betur.


mbl.is Vill fá endurgreiddan radarvarann vegna hraðaksturssektar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skil ég ekki alveg

Nú skil ég ekki, læknirinn hélt að hann hefði komið þessum "staf" fyrir en svo var hann ekki þar sem hann átti að vera, hvert fór hann þá?  Varla datt hann bara í gólfið og týndist?  Það hlýtur að vera hægt að gá í apparatið sem kemur stafnum fyrir hvort hann er þar ennþá þegar hann ætti að vera kominn einhverstaðar inn í konuna?

Svo hitt, nú ætla ég ekki að vera leiðinlegur, en ákvað hún ekki sjálf að fara í fóstureyðingu, það neyddi hana enginn, og hvernig getur hún þá sótt um skaðabætur vegna einhvers sem hún ákvað sjálf að láta framkvæma?

Ég er hvorki læknir eða kona svo ég er ekki að skilja þetta.

 


mbl.is Fær ekki bætur þótt getnaðarvörn hafi ekki haldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg snilldarhugmynd

Stórgóðar fréttir fyrir okkur rykföllnu höfuðborgarbúa og vonandi fyrsta skrefið í þá átt að gera þjónustu Strætó ókeypis.

Er þetta ekki spurning um að horfast í augu við það að þjónusta Strætu mun aldrei koma til með að skila beinum hagnaði til þeirra sveitarfélaga sem að Strætó standa og veita frekar nokkur hundruð milljónum í viðbót til styrkingar almenningssamgangna.

Þessi tillaga varð til þess að nú er ég Samfylkingarmaður, í dag a.m.k.


mbl.is Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel sloppið

Þetta eru vissulega góðar fréttir og alveg óskiljanlegt þegar maður les fréttir síðustu vikna að enginn af þeim hormónatrufluðu einstaklingum sem löggan er búinn að vera að hirða hafi ekki náð að drepa sig.

Þarna hlýtur það að vera að skila sér að löggan er orðinn meira sýnileg og nær að stoppa brjálæðingana áður en þeir fara sjálfum sér og öðrum að voða.

Vonandi að mars verði jafn áfallalaus og janúar og febrúar.

 


mbl.is Ekkert banaslys í umferðinni það sem af er árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig???

Ég er ekki alveg að skilja hvernig gatnakerfið vestur í bæ á að þola þá auknu umferð sem þessi 6000 manna byggð hlýtur að hafa í för með sér. 

Borgin hlýtur þá að ætla sér að stórbæta samgöngurnar vestur í bæ þó það sé vandséð hvar hægt er að bæta við akgreinum eða jafnvel heilu götunum í gegnum vesturbæinn sem er nú nógu þröngur fyrir.

Einnig hlýtur að þurfa gríðarlegt efni í sjóvarnargarð til að verja þetta allt saman miðað við allt grjótið sem berst upp á Ánanaustin þegar saman fara vestanátt og háflóð 

 


mbl.is Áform um 6.000 íbúa byggð á landfyllingu vestan við Ánanaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bömmer

Ég tel mig geta sjúkdómsgreint Britney.

Þetta er kallað að vera á bömmer, kemur fyrir besta fólk.  Hún skilur við karlinn fær "víðáttubrjálæði" og dettur svona svakalega í það.  Þetta hefur komið fyrir besta fólk í gegnum tíðina og á eftir að halda áfram að koma fyrir svo lengi sem fólk skilur.

Eni munurinn er að yfirleitt fylgist einungis fjölskyldan með viðkomandi drekkja sorgum sínum en í þessu tilviki fylgist öll heimsbyggðin með, sem hlýtur að vera svolítið óþægilegt fyrir viðkomandi.

Tvíkynhneigtlyndisröskunarfæðingarþunglyndi eða hvað sem þetta á að vera er einungis annað nafn yfir bömmer eins og það var kallað í minni heimasveit.

Svo förum nú að hafa áhyggjur af alvöru vandamálum eins og hvernig aumingja Paris Hilton gengur að jafna sig eftir afmælið sitt.


mbl.is Læknar telja Britneyju haldna fæðingarþunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ! Fyllibytta gengur laus

Þarna höfum við eitt dæmi af því miður fjölmörgum um menn sem ætti að vera hægt að skikka í meðferð.

Þarna gætum við haft mál þar sem eiginmaðurinn fer á fyllirís túr í nokkra daga danglar aðeins í eiginkonuna fyrir að vera ekki nógu meðvirk og er til almennra leiðinda.  Þetta endar með því að löggan kemur á staðinn, beitir tilheyrandi ofbeldi, samkvæmt fréttum síðustu daga, fer með mannin og stingur honum inn.

Nú, í steininum rennur af manninum hann er yfirheyrður um afrek sín síðustu daga og konan sem ætlaði að kæra hann fyrir heimilisofbeldi vorkennir honum, hann er hvort eð er með móral og grátbiður hana um að fyrirgefa sér og lofar líka að drekka "aldrei" framar, svo hún hættir við að kæra hann.

Nema bara hvað, nú líða kannski nokkrar vikur Þá fer maðurinn að fá fiðring og langar óskaplega til að fá sér bjór.  Hann kaupir sér kippu og kannski einn pela af því hann ætlar hvort eð er ekkert að detta harkalega í´ða. 

Nokkrum dögum seinna erum við aftur komin þangað sem við vorum nokkrum vikum áður karlinn búinn að vera á túr og allt orðið vitlaust aftur.  Svona ganga hlutirnir ára eftir ár eftir ár.

Ég hef ekki börnin með í sögunni þá væri þetta efni í heila bók.

Þarna erum við kominn að kjarna málsins.  Af hverju má hið opinbera ekki grípa þarna inn í. Kæra karlinn fyrir heimilisofbeldi burtséð frá því hvort eiginkonan fyrirgefur honum eða ekki skikka hann í meðferð og í framhaldi af því beita viðurlögum ef hann dettur í það aftur eða að minnsta kosti brýtur af sér á fylliríi eftir það.

Svona mannleysur virðast fá að angra sína nánustu því sem næst endalaust og enginn grípur inn í til að hjálpa jafnvel þó konan sé komin í kvennaathvarfið og allt stefni býsna hratt til fjandans.

Af hverju er ekki hægt að grípa til einhverra ákveðnari aðgerða heldur en að fjarlægja manninn af heimilinu og skila honum svo aftur þegar rennur af honum.

 

Ég bara spyr?

 

Það skal tekið fram að ég þekki ekkert til aðstæðna í málinu á Hvolsvelli mér bara datt þetta í hug við lesturinn.


mbl.is Handtekinn eftir hótanir í garð sambýliskonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassskell´ann almennilega

Loksins virðist einhver vera tilbúinn að láta þessa skrattakolla finna fyrir afleiðingum gjörða sinna.

Það er alveg stórmerkilegt hvað menn og konur virðast oft á tíðum sleppa létt frá því að keyra undir áhrifum áfengis og eiturlyfja.  Oft virðist manni nefnilega engu máli skipta þó að fólk noti bílana sína sem morðvopn, ökuleyfið er tekið í ca. þrjá mánuði og svo er viðkomandi rugludallur kominn á stað aftur stofnandi lífi og limum samborgaranna í hættu. 

Það er vonandi að þetta sé það sem koma skal, ekki bara fáeinir tíuþúsundkallar í sekt og málið búið.  Það hefði átt að gera bílinn upptækan líka.


mbl.is Þarf að greiða hálfa milljón fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband