MORÐTILRAUN

Nú í kvöld rifjast upp minningar frá því ég var stubbur og hafði ekkert nema ríkissjónvarpið að horfa á.  Þá var það eitt erfiðasta kvöld vetrarins þegar þessar blessuðu eldhúsdagsumræður voru í sjónvarpinu, gott ef fréttunum var ekki frestað til að geta sýnt þetta ömurlega sjónvarpsefni.

Mér eru sérstaklega minnisstæð vonbrigðin þegar Prúðuleikararnir urðu að víkja fyrir eldhúsdagsumræðunum í eitt skiptið, ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið og í staðinn fyrir Kermit og Svínku sem ég leit á sem vini mína birtist þessi hryllingur.

Af hverju er þetta ekki haft á dagskrá eftir miðnætti á virkum degi eða fyrir hádegi til dæmis á mánudegi.

Það jafnast á við morðtilraun að sýna annan eins hroða og þetta "sjónvarpsefni" er. Ég skemmti mér betur þegar ég fékk áfengiseitrun um árið og hélt ég væri að deyja en að horfa á þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það rifjast einnig upp fyrir mér þegar þessu ósköp brustu á en þá var bara gamla Gufan og eyðilagði þetta fyrir okkur systkinunum allt kvöldið. Reyndar tók ég mér nú taki og hálfhékk yfir þessu, málefnalegt var þetta ekki og spurning hvort ekki sé hægt að spila þetta við yfirheyrslur á föngum, myndu sennilega ekki þurfa að hlusta á þetta oft til játa á sig hvað sem er, jafnvel það sem þeir gerðu ekki ;)

Vilborg Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband