Niðurnídd Hverfisgata

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað á að verða um Hverfisgötuna, ég á oft leið um þessa annars ágætu götu en eftir því sem ég fer hana oftar þá sannfærist ég alltaf betur og betur um það að þetta er einhver ljótasta gata landsins.

Neðst er Hverfisgatan nokkuð eðlileg með Þjóðleikhúsið, Danska sendiráðið og Alþjóðahúsið en Þjóðleikhúsið er varla bygging sem við getum verið stolt af miðað við ástandið sem er á því húsi.  Satt best að segja er Hverfisgatan farin að minna óþægilega mikið á fátækrahverfi með bakhúsum sem eru að hruni komin, veggjakroti, brotnum rúðum og sóðaskap.

Um götuna fer mikill fjöldi ferðamanna, þarna eru hótel og veitingastaðir og því ætti það að vera borgaryfirvöldum kappsmál að hafa jafn fjölfarna götu og Hverfisgatan vissulega er lítandi aðeins betur út heldur en hún gerir núna. 

Er ekki spurning um að viðurkenna hið óumflýjanlega og rífa þessa gömlu hjalla sem enginn virðist skipta sér af og gera ekkert annað en verða ennþá niðurníddari og óhrjálegri og byggja í staðinn hús sem eru okkur til aðeins meiri sóma heldur en þau sem standa þarna núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Alveg sammála - Hverfisgatan er krónískt þunglyndisleg gata. Mætti endurskapa hana frá grunni.

Halldóra Halldórsdóttir, 12.3.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband