Eru nokkuð að koma kosningar?

Það er mjög athyglisvert að fylgjast með því hvað stjórnmálamenn verða allt í einu áhugasamir um stórframkvæmdir sem þeir hafa helst ekki viljað tala um fyrr en rétt fyrir kosningar.  Nú virðist allt í einu ekkert vera til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir, þensluáhrifin virðast hafa gufað upp og stjórnmálamenn sem virtust ekkert vilja tjá sig um Sundabraut eða Suðurlandsveg eru allt í einu farnir að gera sig breiða og vilja helst byrja strax að leggja veg.

Mikið óskaplega væri gott að lifa ef þessir blessuðu menn væru jafn áhugasamir um vinnuna sína eftir kosningar eins og síðustu vikurnar fyrir kosningar.  Sundabraut og tvöfaldur Suðurlandsvegur er hið besta mál en tímasetningarnar í kringum þetta alltsaman eru eilítið sérkennilegar, svo er bara eftir að sjá hvort VG getur sætt sig við þetta alltsaman án þess að finnast gengið á rétt kvenna eða að frjálsræði ökumanna verði of mikið.


mbl.is Fagnar áhuga einkaaðila á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Hvað er að heyra Maron.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokkins hafa og munu alltaf vera áhugasamir um hag og velferð þjóðarinnar, það hefur sýnt sig í gegnum áratugina.  Ef ég man rétt þá heimsóttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins (þegar þeir voru í minnihluta) fyrirtæki allt síðasta kjörtímabil eitthvað í kringum 300, geri aðrir betur, ég er reyndar viss um að sumir flokka heimsækja aldrei svo mörg fyrirtæki yfir eitt kjörtímabil og hvað þá tvö kjörtímabil.

Óttarr Makuch, 29.3.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Sko, Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið áhugasamir um velfarð þeirra sem betra hafa það eldri borgarar, öryrkjar og þeir sem lægstu launin hafa virðast alltaf verða eftir þegar kemur að því að bæta "hag" þjóðarinnar.

Af hverju var ekki hægt að hækka persónuafsláttinn eða skattleysismörkin, af hverju var matarskatturinn lækkaður og þriðja aðila treyst fyrir því að skila skattalækkunum út í þjóðfélagið þegar það hefur sýnt sig að sú aðferð er ekki að duga eins og dæmin sanna á verðhækkunum sem riðu yfir rétt fyrir matarskattslækkunina.

Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn hefi gert margt gott en þegar kemur að verst settu þjóðfélagshópunum þá er xD hvergi nærri.

Maron Bergmann Jónasson, 29.3.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband